NOW – New Opportunities for Women stefnir að því að veita kvenleiðtogum í nærumhverfi okkar innblástur. Á vefsíðunni er að finna myndbönd þar sem tekin eru viðtöl við kvenleiðtoga, persónulegar frásagnir og efni til að þjálfa konur, sérstaklega konur af erlendum uppruna, og gera þeim kleift að taka forystu á öllum sviðum.
Námsefnið er hannað af samevrópsku tengslaneti frá Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni. Þetta tengslanet veitir mikilvægan stuðning í gegnum jafningjafræðslu, þar sem konur deila reynslu sinni og skiptast á góðum ráðum. Þetta samstarf hefur gert okkur kleift að skapa einstakt samfélag á netinu, þar sem konur geta leitað stuðnings og góðra ráða til að yfirstíga allar áskoranir. Verkefnið valdeflir konur af erlendum uppruna, styrkir leiðtogafærni þeirra og býður upp á vettvang fyrir tengslamyndun og samþættingu.
Þessi vefsíða er hönnuð til að gera konum kleift að nálgast námsefni, myndbönd og stuðning til sjálfsstyrkingar. Efnið styrkir konur til forystu, sérstaklega konur af erlendum uppruna, og aðstoðar þær við valdeflingu og þróun á eigin leiðtogafærni. Námsefnið á vefsíðunni veitir innblástur og uppörvun til kvenna að taka næsta skrefið í átt til þess að verða leiðtogi í eigin lífi, til að ná stjórn á eigin lífi og starfsframa, og til að öðlast þá færni og stuðning sem þær þurfa til að ná markmiðum sínum.