Heim

Velkomin á vefsíðu NOW (New Opportunities for Women) þar sem við vonumst til að veita þér innblástur og stuðning á vegferð þinni til forystu. Við ltrúum því að góðir leiðtogar leiði aðra og taki forystu í að ná sínum eigin markmiðum.

NOW

Námsefnið

NOW vefsíðan veitir aðgang að:

  • Námsefni fyrir persónulega og faglega þróun
  • Góðum ráðum til að aðstoða þig við að þróa faglega og persónulega leiðtogafærni þína

Hvatning til að ná árangri

Hér finnur þú 16 myndbönd þar sem þú getur séð og heyrt sögur kvenleiðtoga úr öllum áttum sem allar hafa glímt við áskoranir og hindranir á vegferð þeirra til árangurs.

Konurnar eru frá Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni

Heim

Welcome to the NOW (New Opportunities for Women) online platform where we hope to inspire and support you on your leadership journey. We believe that leadership is about leading others and taking a lead in achieving your own personal goals.

Námsefnið

NOW vefsíðan veitir aðgang að:

  • Námsefni fyrir persónulega og faglega þróun
  • Góðum ráðum til að aðstoða þig við að þróa faglega og persónulega leiðtogafærni þína

Hvatning til að ná árangri

Hér finnur þú 16 myndbönd þar sem þú getur séð og heyrt sögur kvenleiðtoga úr öllum áttum sem allar hafa glímt við áskoranir og hindranir á vegferð þeirra til árangurs.

Konurnar eru frá Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni

Að þróa leiðtogafærni með NOW?

NOW verkefnið styður allar konur. Við einbeitum okkur sérstaklega að konum af erlendum uppruna, vegna þeirra auknu hindrana sem þær þurfa að glíma við.

Þetta námsefni er fyrir þig, hvort sem þú sért nú þegar leiðtogi, þig langi til að vera leiðtogi eða hvort þú viljir ná persónulegum markmiðum þínum.

Til að tryggja að námsefnið sé viðeigandi og skipti máli, sendum við út könnun í maí 2020 til kvenna í átta löndum í Evrópu. Eftirfarandi þrjú atriði voru metin sem mikilvægust til að efla leiðtogafærni kvenna í samfélagi okkar:

Um okkur

NOW – New Opportunities for Women stefnir að því að veita kvenleiðtogum í nærumhverfi okkar innblástur. Á vefsíðunni er að finna myndbönd þar sem tekin eru viðtöl við kvenleiðtoga, persónulegar frásagnir og efni til að þjálfa konur, sérstaklega konur af erlendum uppruna, og gera þeim kleift að taka forystu á öllum sviðum. 

Námsefnið er hannað af samevrópsku tengslaneti frá Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni. Þetta tengslanet veitir mikilvægan stuðning í gegnum jafningjafræðslu, þar sem konur deila reynslu sinni og skiptast á góðum ráðum. Þetta samstarf hefur gert okkur kleift að skapa einstakt samfélag á netinu, þar sem konur geta leitað stuðnings og góðra ráða til að yfirstíga allar áskoranir. Verkefnið valdeflir konur af erlendum uppruna, styrkir leiðtogafærni þeirra og býður upp á vettvang fyrir tengslamyndun og samþættingu.

Þessi vefsíða er hönnuð til að gera konum kleift að nálgast námsefni, myndbönd og stuðning til sjálfsstyrkingar. Efnið styrkir konur til forystu, sérstaklega konur af erlendum uppruna, og aðstoðar þær við valdeflingu og þróun á eigin leiðtogafærni. Námsefnið á vefsíðunni veitir innblástur og uppörvun til kvenna að taka næsta skrefið í átt til þess að verða leiðtogi í eigin lífi, til að ná stjórn á eigin lífi og starfsframa, og til að öðlast þá færni og stuðning sem þær þurfa til að ná markmiðum sínum. 

Tengslanet

Ertu kvenleiðtogi? Hefurðu sögu að segja sem vekur innblástur? Hafðu samband til að deila reynslu þinni og veita öðrum konum innblástur til að vera leiðtogi í eigin lífi. Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að fá fréttir af verkefninu.

LinkedIN: https://www.linkedin.com/company/36137394/admin/

Fyrirvari

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins styrkir útgáfu þessa efnis, en í þeim stuðningi felst ekki yfirlýsing um fylgi á innihaldi sem höfundar bera ábyrgð á. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ber ekki ábyrgð á notkun á þessu efni og þeim upplýsingum sem í því er að finna.

Verkefnisnúmer:: 2019-1-UK01-KA204-061406

 

is_ISIcelandic
en_GBEnglish es_ESSpanish elGreek pt_PTPortuguese fr_FRFrench is_ISIcelandic